Sannleikurinn er auðvitað sá að þetta reddast ekki alltaf. Fjölmörg dæmi er hægt að finna að þetta hugarfar, sem er gjarnan talið nokkuð sér íslenskt, geti hreinlega verið skaðlegt. Við verðum kærulaus, íhugum hluti ekki nógu vel, sem eykur líkur á mistökum, með ófyrirséðum og oft slæmum afleiðingum.
Hin hliðin á þeim pening er að hugarfarið sem þessum orðum fylgir getur verið alveg frábært. Í gegn skín bjartsýni og trú um að uppgjöf er ekki valmöguleiki. Ekkert skal stoppa mig, hvernig sem útlitið er. Allt fer vel að lokum, bara ef ég gefst ekki upp.
Comments