top of page

Þegar ég vinn, töpum við.


Þegar ég vinn, töpum við.
Þegar ég vinn, töpum við.

Það er til enskur frasi sem lýsir þessu vel: "There is no I in Team" sem augljóslega er orðaleikur sem þýðist illa, en útleggst einhvern veginn á þann hátt að það er ekkert "ég" í liði. Góð lið innihalda oftast góða einstaklinga, en þau lið sem helst vekja athygli eru þau sem enga framúrskarandi einstaklinga hafa, en ná samt árangri sem enginn á von á. Við bindum jú væntingar okkar yfirleitt á hæfni og gáfur þeirra sem skara framúr.


Ég hef oftar rétt fyrir mér en Alda. Þegar betur er að gáð, þá er það einfaldlega ekki rétt. Fær mig til að hugsa af hverju ég hef innbyggða þessa tilhneygingu að halda að svo sé, þegar upp koma vafaatriði þar sem við erum ekki á sama máli. Og þegar ég geri það sem mér finnst, án samráðs eða jafnvel í óþökk Öldu, þá næ ég skammtímamarkmiði mínu, en gref undan langtímamarkmiði okkar hjóna. Það er engin sátt í því sem mér finnst og geri án hennar samþykkis.


Það krefst meiri vinnu að ná sameiginlegri niðurstöðu. En þegar henni er náð er ávinningurinn líka alltaf meiri en þegar við gerum bara það sem okkur finnst best. Þegar einn vinnur, er alltaf einhver sem tapar. Stillum væntingum í hóf, tölum saman og setjum okkur sameiginleg markmið. Þannig vinna allir.


5 views0 comments

Commenti


bottom of page