Ég held að við séum fá sem finnum okkur einhverjir sérstakir boðberar góðra tíðinda eða ljósberar uppörvunar og vonar. En þegar rökkva tekur í sálartetrinu, þá þarf ljósið ekki að vera mikið til að það birti verulega til.
Lítum ekki litlum augum á það sem við höfum fram að færa til hvors annars. Allir eru í þörf fyrir uppörvandi orð, upplífgandi bros eða vinarþel. Við þurfum á hvort öðru að halda.
Comments