top of page

Það sem vel er gert, er gert til að endast.


Það sem vel er gert, er gert til að endast.
Það sem vel er gert, er gert til að endast.

Góðir hlutir gerast hægt var ekki mitt uppáhalds orðatiltæki, og lengi vel taldi ég það veikleikamerki þess sem hafði það eftir. Það hlýtur að vera betra að drífa hluti af svo maður geti snúið sér að einhverju öðru. Undir pressu gerði ég allt betur en ella. Ég var fangi þeirrar mýtu. Þegar lítill tími var til stefnu var ég nefnilega svo gríðarleg einbeittur að ég gat gert allt betur en ef ég var að væflast í einhverju löngum stundum.


Þannig var skólaganga mín í hnotskurn. Ég stóð mig reyndar ágætlega í námi þó ég vissi alltaf að ég hefði getað betur. Ég gerði bara aðeins meira en nóg. Þegar upp var staðið var viðmiðið mitt ekki hærra en það og eðli málsins samkvæmt, gæðin líka.


Eftir að ég giftist og eignaðist börn fór ég betur að gera mér grein fyrir því að pressa hjálpar engum. Það er ekki hægt að flýta sér við að elska, virða, gæta eða leika sér við börnin. Það sem á að endast þarf nefnilega að gera vel og það sem skiptir máli, tekur tíma.


15 views0 comments
bottom of page