top of page

Það sem þú sérð er endurvarp þess sem þú hugsar.


Til er saga af tveimur hundum sem fara inn í sama herbergið í sitthvoru lagi. Annar kemur út með vaggandi skottið, sperrtur og glaður að því er virðist. Hinn niðurlútur og urrandi. Kona sem verður vitni að þessu kíkir inn í herbergið til að sjá hvað gæti hafa valdið þessum mikla mun og sér til undrunar sér hún að þetta er speglasalur. Glaði hundurinn hafði fundið fjölda glaðra félaga sína en hin hefur aðeins séð tugi grimmra og gjammandi hunda sem störðu í augu hans.

Það sem þú sérð í veröldinni í kringum þig er nefnilega oft spegilmynd þín. Glaður einstaklingur sér miklu frekar það jákvæða í kringum sig en hinn neikvæði það sem miður fer og betur má fara.

Ef þú ert sá sem síðar er nefndur er verk fyrir höndum. Líttu í spegil og sjáðu hvort ekki sé hægt að kreysta fram bros. Ég veit þú getur það.

22 views0 comments

Comentarios


bottom of page