top of page

Það sem þú gerir segir meira en allt sem þú segir.


Það sem þú gerir segir meira en allt sem þú segir.
Það sem þú gerir segir meira en allt sem þú segir.

Pabbi kenndi mér ungum að tala væri silfur, að þegja væri gull. Upphaflega var það líklega bara til að þagga aðeins í mér, enda símalandi hávaðabelgur. En sannleikurinn í þessu er að það er offramboð á fólki sem er tilbúið að segja sína skoðun á öllu og öllum. Hinsvegar er mikill skortur á þeim sem eru tilbúnir að hlusta, svo ekki sé talað um þá sem ætla sér að framkvæma.


Gjörðir tala svo margfalt hærra en orð. Ef þú ert fyrst þekktur verkanna vegna, hljóta orð þín aukna vikt og fleiri eru tilbúnir að hlusta. Ekki vera símalandi hávaðabelgur. Komdu orðum þínum og hugsunum í verk og lærðu að hlusta. Það skilar margföldum árangri.


40 views0 comments

Comentários


bottom of page