top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Það sem þú gerir opinberar hverju þú trúir.


Það sem þú gerir opinberar hverju þú trúir.
Það sem þú gerir opinberar hverju þú trúir.

Það er sama hvað þú segir, það eru gjörðirnar sem segja til um hvað þér raunverulega finnst. Þær opinbera hverju þú trúir.


Við kjósum með veskinu. Visa yfirlitið segir til um hvort að þú gerir það sem þú segist gera, trúir því sem þú segist trúa og raunverulega viljir það sem þú segist vilja.


Mér þykir líklegt að það vanti svolítið upp á hjá okkur flestum. Við viljum almennt vera umhverfisvæn en athafnir okkar segja annað. Við viljum borða hollt en strimillinn úr Bónus kemur upp um okkur þar.


Það er erfitt að vera sterkur og heill einstaklingur sem er trúr sinni sannfæringu. En það er hægt. Ég er reyndar viss um að við viljum öll vera í þeim hópi.


8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page