Lífið er hverfult. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Við njótum þess að hafa fólk í lífi okkar en oftast aðeins um stund. Fólk flytur, fjarlægist, skilur, eignast aðra vini, skiptir um vinnu eða kveður. Við getum þó alltaf verið þakklát fyrir þá sem lita eða hafa litað líf okkar fallegum litum, blessa okkur með nærveru sinni, þó aðeins sé það um stund.
Lífið er breytingum háð, vinir koma og fara, það er gangur lífsins. Minnumst þess góða sem fólk skilur eftir í hjarta okkar, verum þakklát fyrir þær gleðistundir sem við áttum saman og verum dugleg að eignast fleiri slíkar minningar með þeim sem hjá okkur standa.
Fólk kemur og fer. Minningarnar lifa. Lífið heldur áfram.
Yorumlar