Ég hef oft á orði að mestu skipti hvers vegna við gerum það sem við gerum. Ekki hversu oft, mikið eða vel. Ef ásetningur okkar er góður, þá ætti útkoman ekki að vera aðalatriðið. Svolítið eins og með gjafir, það sem mestu skiptir er hugurinn sem liggur að baki gjöfinni, frekar en gjöfin sjálf.
Með þessu hugarfari þá komumst við líka að því að verðlaunin sem við gjarnan stefnum að í lífinu eru ekki aðalatriði, heldur hvernig til þeirra er unnið. Flest höfum við okkur einhverja drauma um eignir og árangur ýmiskonar. Þegar því er náð, eða við eignumst loksins það sem okkur langar, komumst við held ég öll að því að þau tímamót voru ekki svo merkileg í sjálfu sér. Heldur lítum við til baka og veltum fyrir okkur öllu því sem við tókumst á við og lærðum á leið okkar að markinu. Hlutir eru forgengilegir en reynslan og upplifunin lifir með okkur alltaf.
Njótum ferðalagsins í átt að settu marki.
Comments