top of page

Það er oft fín lína milli ástæðu og afsökunar. Áherslan á alltaf að vera á lausn málsins.


Það er oft fín lína milli ástæðu og afsökunar. Áherslan á alltaf að vera á lausn málsins.
Það er oft fín lína milli ástæðu og afsökunar. Áherslan á alltaf að vera á lausn málsins.

Þegar eitthvað fer úrskeiðis eru okkar fyrstu viðbrögð gjarnan að afsaka okkur, að finna ástæðu fyrir mistökunum. Við teygjum okkur jafnvel langt í að koma skuldinni af okkur sé þess nokkur kostur.


Að sama skapi, séum við á hinum enda jöfnunnar, er okkur jafnan mikið í mun að finna sökudólg. Vita hverju eða hverjum er um að kenna. Þó ekki væri nema bara til að geta helt sér yfir viðkomandi og krefjast yfirbótar. Lausnin lendir oftast aftar í forgangi.


Auðvitað á enginn að komast upp með að brjóta af sér eða gera mistök án þess að bæta fyrir þau, eða sæta ábyrgð með einhverjum hætti. En áherslan á að sjálfsögðu að vera á lausn málsins, að finna leið til að laga það sem aflaga hefur farið og helst bæta það svo mistök eigi sér síður stað.


Játum á okkur sök og leitum lausna. Einbeitum okkur af því jákvæða og uppbyggilega. Alltaf. Ég veit ekki til þess að hitt hafi nokkurn tíma fengið of lítið vægi.


15 views0 comments

Comments


bottom of page