top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Það er nægur tími, og meiri á leiðinni.


Það er nægur tími, og meiri á leiðinni.
Það er nægur tími, og meiri á leiðinni.

Einhverntíma heyrði ég þetta sem færeyskt spakmæli, ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Þetta hefur hinsvegar fylgt mér lengi. Gaurinn sem aldrei hefur haft nægan tíma til að ljúka við nokkurn hlut. Alltaf eitthvað aðkallandi sem þarf að sinna næst og helst í gær.


Tíminn er óvinur flestra. Annað hvort eyðum við honum í að bíða eftir einhverju eða skiljum ekkert í því hvert hann hefur farið. Að því undanskildu að við lifum ekki öll jafn lengi, þá fáum við öll jafn mikinn tíma. 24 tímar á sólarhring, 365 dagar á ári. Það gildir fyrir alla. Ef þér finnst þú hafa lítinn tíma, er það vegna þess að þú ert að gera of mikið, ekki að tíminn sé naumur eða af skorti skammtað.


Slappaðu af. Finndu ilminn af blómunum. Hlustaðu á fuglana syngja. Vertu til staðar hér og nú. Það er einhver sem þarf á þér að halda.


33 views0 comments

Commenti


bottom of page