top of page

Það er gert til að endast sem vel er til vandað.


Það er gert til að endast sem vel er til vandað.
Það er gert til að endast sem vel er til vandað.

Allt mitt fullorðna líf, hef ég búið í einnota heimi. Það er, að allt virðist einnota eða því sem næst. Fátt virðist gert til að endast, þegar við uppfærum hluti þýðir það að við hendum þeim gamla og kaupum nýjan. Viðgerðir eru gamaldags. Úreltar. Þegar hlutir bila, er það ástæða og afsökun til að kaupa nýtt. Uppfæra.

Vonandi á það ekki við um þig og það sem þú tekur þér fyrir hendur. Vandaðu þig. Lærðu hluti sem koma þér að gagni. Gerðu hluti sem endast. Ef hlutir eru orðnir einnota, einbeittu þér þá að því að búa til minningar. Sem endast.

11 views0 comments

Comentarios


bottom of page