Veistu, það er ekkert að því að ná ekki þeim markmiðum sem þú setur þér og það ætti ekki á neinn hátt draga úr þér að setja þér ný markmið. Markmiðin eru nefnilega ekki takmark í sjálfu sér heldur það sem þú áorkar á leið þinni í átt að settu marki.
Þeir sem setja sér markmið ná meiri árangri en þeir sem gera það ekki. Það er svo einfalt. Svo eru fjölmargar, ólíkar og mis góðar leiðir til að setja sér markmið sem og hvernig þeim er best náð, en það má heldur ekki draga úr mikilvægi þess að setja sér markmið.
Settu þér markmið um að setja þér ný markmið. Því fleiri því betra.
Comments