Það er aðeins í myrkrinu sem við komum auga á stjörnurnar.
- Unnar Erlingsson
- Feb 5, 2019
- 1 min read

Í myrkrinu er ekki alvont að dvelja, þar má til dæmis sjá stjörnurnar og norðurljósin. Þó fjarlæg séu, þá veita þau okkur stundargleði og hugljómun. Með þá vissu eða von í farteskinu að það birti áður en langt um líður er auðveldara að njóta þeirra, jafnvel vekja eftirvæntingu fyrir myrkrinu.
Mörg okkar höfum upplifað myrkrið á sálinni. Óvissa, söknuður, missir, sjúkdómar er meðal þess erfiða sem getur gjörbreytt viðhorfi okkar til lífsins. Dimmar stundir lífsins þegar við þráum fátt annað en birtu eða yl í líf okkar. Sú birta kemur oftast með einhverjum í formi orða, gjörða sem vekja von. Ert þú sá eða sú sem færir birtu og von til fólks í kringum þig? Þannig getur þú orðið stjarna.
Comments