Oddaflug fugla hefur lengi verið ráðgáta fyrir vísindamenn. En kostir þess virðast liggja nokkuð í augum uppi. Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótsstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni orku og komast því lengra án þess að þreytast. Mest mæðir auðvitað alltaf á þann sem fremstur er og lykilatriði er að því hlutverki sé skipt á milli sem flestra, að allir kunni sinn vitjunartíma og nýr forystufugl taki við reglulega. Þannig njóta allir góðs af.
Gætum vel af þeim sem í stafninum standa, verum tilbúin að styðja þann sem þar stendur eða jafnvel taka við keflinu, þó aðeins um stundarsakir sé. Öll þurfum við hvíld og stuðning. Saman komumst við lengra og hærra.
Comments