top of page

Það besta sem þú getur gert, er það besta sem þú gerir.


Það besta sem þú getur gert, er það besta sem þú gerir.
Það besta sem þú getur gert, er það besta sem þú gerir.

Við erum dugleg að berja okkur í höfuðið yfir eigin vanmætti, vankunnáttu og hvers vegna í ósköpunum við gátum klúðrað einhverju sem við vitum að hægt er að gera betur. Fram streyma afsakanir fyrir öllu mögulegu sem betur má fara.


Við hefðum getað gert betur á þessu prófi ef bara...

Afsakið að maturinn er eins og hann er, ég veit ekki hvað gerðist...

Við hefðum ekki tapað þessum leik ef dómarinn hefði ekki verið alveg úti á túni....

Ég ætlaði að .... en það var bara svo vont veður...


Málið er að við getum alltaf gert betur. Það er alger óþarfi að afsaka það.


Akkúrat á þessum tímapunkti, þá var þetta bara það besta sem þú gerðir. Verum þakklát fyrir það. Ef það læðist að okkur einhver óánægja, gleðjumst þá yfir því að við vitum að við getum bætt okkur, að næst ætla ég að gera aðeins betur.


14 views0 comments

Comments


bottom of page