top of page

Það besta sem þú gerir, gerir þú fyrir aðra.


Það besta sem þú gerir, gerir þú fyrir aðra.
Það besta sem þú gerir, gerir þú fyrir aðra.

Ég geri mitt besta er gjarnan viðkvæðið þegar við ætlum að leggja okkur fram, óviss um hver niðurstaðan verður. Við gerum okkur nefnilega grein fyrir að sigur er ekki aðalatriði, heldur það að leggja sig fram. Ef við gerum það sem við getum, gerum okkar besta, þá er ekki hægt að ætlast til meira. Við getum ekki gert meiri kröfu en það.


En það besta sem við getum gert, er ekki bara að leggja okkur fram, heldur að gera það fyrir aðra. Foreldrar þekkja þetta kannsi betur en flestir. Við gerum það sem við gerum vegna þeirra sem minna meiga sín, barnann okkar. Þeirra sem ekki geta veitt sér það sem við getum veitt þeim, varið þau og verndað, fætt þau, klætt og menntað. Veitt þeim von fyrir framtíðina og öryggi á líðandi stundu.


Það sem skiptir mestu máli í lífinu er nefnilega að elska og vera elskaður. Allt annað er hjóm eitt í samanburði.


12 views0 comments
bottom of page