top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Teygðu þig eftir því sem þig langar.


Teygðu þig eftir því sem þig langar.
Teygðu þig eftir því sem þig langar.

Ég var einu sinni gripinn upp á eldhúsborði með hendina í kökukrúsinni. Ég hafði fundið mér leið upp skúffurekkann á eldhússkápnum og með útsjónarsemi tekist að komast upp á borðið, þrátt fyrir stutta fætur og litlar hendur. Mér mistókst í það skiptið, pabbi greip mig glóðvolgan áður en verðlaun erfiðisins voru í hendi en stóru launin voru kannski þau að ég reyndi.


Hversu langt þú teygir þig er til merkis um hversu mikið þig langar. Þeir sem teygja sig lengst eru í mestri hættu við að mistakast, detta, misstíga sig, en þeir eru líka líklegastir til að takast það sem þeir ætla sér.

Það er eftirsóknarvert að vera í þeim hópi.


10 views0 comments

Comments


bottom of page