top of page

Stórar breytingar eru gerðar í mörgum litlum skrefum.


Stórar breytingar eru gerðar í mörgum litlum skrefum.
Stórar breytingar eru gerðar í mörgum litlum skrefum.

Flest held ég að við séum óþreyjufull að eðlisfari. Þolinmæði er okkur almennt ekki í blóð borin, heldur lærist hún með aldri og reynslu. Þegar við reynum að breyta of miklu á stuttum tíma eru líka góðar líkur á að okkur mistakist. Við upplifum okkur misheppnuð og gefumst upp. Þess vegna þurfum við reglulega að minna okkur á að hver misheppnuð tilraun er skref í rétta átt. Að fíllinn var ekki borðaður í einum bita. Og ef við gefumst ekki upp, lítum til baka, sjáum við að markmið okkar nálgast örugglega, jafnvel þó það gerist ekki á þeim hraða sem óskir standa gjarnan til í fyrstu.


Tökum eitt skref í einu og munum að ef við hrösum, stöndum við aftur upp og höldum áfram.


14 views0 comments

留言


bottom of page