Okkur hættir flestum til að setja markið of hátt. Ófáir þekkja að hafa gefist upp á að setja sér áramótaheit því það næst hvort eð er aldrei! Það er vissulega gott að setja sér háleit markmið, en ef það verður til þess að við gefumst upp og gerum ekki neitt, þarf markmiðið endurskoðunar við.
Setjum okkur hófstillt markmið og fögnum hverjum áfanga á leiðinni að settu marki. Stefnum frekar á hægar og öruggar framfarir, hversu litlar sem þær eru, fremur en fullkomnun sem aldrei mun nást.
Comments