Lífið í kringum okkur virðist alltaf vera að fara hraðar og hraðar. Lykilorð í umhverfi okkar virðast vera; skilvirkni, hagkvæmni og afrakstur. Keppnin er að gera hluti hraðar án þess að það komi mikið niður á gæðum, þannig náum við árangri. Gerum meira í stað þess að gera betur. En til hvers er árangurinn?
Ef niðurstaðan er vanlíðan, örmögnun og eyðing náttúrugæða, er þá ekki ástæða til að endurskoða stefnuna?
Hættum þessu stressi. Gefum okkur meiri tíma í að komast að niðurstöðu um hvert og til hvers við viljum stefna. Næsta skref yrði svo að læra að meta betur ferðalagið að markmiðinu. Anda með nefinu, hlusta og njóta.
Comments