top of page

Settu markið eins hátt og þú getur. Margfaldaðu svo með pí.


Settu markið eins hátt og þú getur. Margfaldaðu svo með pí.
Settu markið eins hátt og þú getur. Margfaldaðu svo með pí.

Sem strákur heyrði ég máltæki sem ég tók til mín. Það var eitthvað á þá leið að við ættum alltaf að stefna til stjarnanna, við kæmumst kannski ekki alla leið en þó alltaf lengra en sá sem miðaði allt við kjarrið. Seinna á lífsleiðinni hef ég kynnst mörgum sem horfa öðruvísi á þetta, að mikilvægt sé að stilla væntingum sínum í hóf til að minnka vonbrigðin. Ég skil spekina á bak við það líka.


Ég hef hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að fyrri leiðin sé betri. Það er auðveldara að sætta sig við mistök og ósigra, að geta ekki alltaf gert það sem ég ætla mér heldur en sú hugmynd að hafa ekki einu sinni reynt. Að setja markið aldrei hærra en svo að ég viti að ég geti náð því. Þess vegna er ég gjarn á að hvetja fólk til að setja markið eins hátt og það getur og margfalda það svo.


Sjáum hvert þetta leiðir okkur. Ég er viss um að það verði hærra en ella, ekki síst ef við hjálpumst að.


25 views0 comments

Comments


bottom of page