Við hugsum líklega öll óviðeigandi og jafnvel ljóta hluti á einhverjum tímapunkti en okkur tekst mis vel að halda því fyrir okkur sjálf. Tilhneygingin virðist að kjafta því sem í kollinn kemur. Algengt er að það sé í formi baktals. Stundum deilum við viðkvæmum upplýsingum um aðra sem við vitum að koma viðkomandi illa, slúðrum um þá sem við þekkjum lítið í trausti þess að við þurfum ekki að staðfesta söguna við þann sem sagan fjallar. Að horfast í augu við afleiðingar orða okkar.
Ein reglan sem ég hef reynt að temja mér er að ef ég hef ekkert gott að segja um einhvern, þá segi ég ekki neitt. Ef ég á í hlut, þá langar mig líka að biðja þig um að segja aðeins það um mig, sem þú treystir þér til að segja við mig.
Og já, ekki óttast að þér verði á, gleymir þér annað slagið en mundu að æfingin skapar meistarann og ekki gefast upp... á því sem gott er.
コメント