Framtíðin er ekki svo fjarlæg. Hún er ekki fljúgandi bílar og bústaður á Mars. Framtíðin er nefnilega núna. Og núna. Og núna. Framtíðin er hér og það er óþarfi að óttast hana.
Fortíðin var um margt frábær. Óþarfi að kasta á glæ öllu því sem gott hefur verið gert eða hætta því sem vel hefur reynst, en látum aldrei framtíðina bíða á kostnað þess sem einu sinni var. Þannig fáum við nefnilega ekki að kynnast því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega núna. Og núna. Og núna.
Verum óhrædd og dugleg við að breyta því sem heldur aftur af því að við fáum að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Því lífið er núna og framtíðin er komin. Bjóddu hana velkomna.
Comments