top of page

Sé lítið fyrir því haft, er það líklega ekki mikils virði.


Sé lítið fyrir því haft, er það líklega ekki mikils virði.
Sé lítið fyrir því haft, er það líklega ekki mikils virði.

Mér líkar einfaldir hlutir, lítið viðhald og lítil fyrirhöfn. Og ég veit að ég er ekki einn á þessari línu, því flest veljum við þægindi. Ég vil láta skemmta mér, ég vil geta ekið á milli staða og ég þoli ekki að bíða.


Dennis Kimbro sem varið hefur lungann úr lífi sínu við rannsóknir á ástæðum velgengninnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þægindi séu helsta ástæða þess að við náum ekki árangri. Almennt erum við mannfólkið nefnilega löt að eðlisfari. Ég sem hef alltaf verið svo rosalega duglegur, þurfti að taka talsverðan tíma í að melta þá staðhæfingu. Í fyrstu var ég ósammála, svo var ég samþykkur en það átti ekki við um mig. Svo blasti bláköld staðreyndin beint í augun á mér. Argh.


Staðreyndin er sú að það sem skiptir mig mestu máli, legg ég mesta vinnu í. Meira að segja án þess að hugsa nokkurn tíma um það eða telja það eftir mér. Fjölskyldan er þar augljóslega besta dæmið. Áhugasviðin eru svo góður mælikvarði. Það sem ég tel vera þess virði að hafa fyrir, geri ég. Annað skiptir minna máli.


12 views0 comments

Comments


bottom of page