top of page

Sárin sem við berum eru oftast af völdum orða, ekki gjörða.


Sárin sem við berum eru oftast af völdum orða, ekki gjörða.
Sárin sem við berum eru oftast af völdum orða, ekki gjörða.

Lengi vel tengdi ég ofbeldi aldrei við orð. Það var eitthvað sem fylgdi gjörðum, ekki orðum. Eftir því sem árin hafa liðið geri ég mér betur grein fyrir því að mest allt ofbeldi sem ég hef tekið þátt í eða orðið vitni að, er einmitt beitt með oddkvössum og ónærgætnum orðum.

Sárin sem við fáum á líkamann gróa, flest svo vel að þau hverfa með öllu. En sárin sem við hljótum af illum orðum, sjást aldrei og eiga það frekar til að gróa seint og illa.

Gætum tungu okkar. Látum aldrei skaðlegt orð af vörum okkar líða, heldur þau ein sem gera gagn, uppörva og hvetja.

44 views0 comments

Comentarios


bottom of page