
Okkur er eðlislægt að bera okkur vel. Setja upp sparibrosið og segja "allt gott." Innst inni viljum við að fólk viti hvernig okkur raunverulega líður, en við getum ekki sagt frá því og viljum það ekki.
En þeir sem þekkja okkur best og eru hjarta okkur næst, vita hvað "allt gott" þýðir hverju sinni. Þeir horfa á brosið og finna sársaukann sé hann falinn þar á bakvið, rétt eins og þeir þekkja gleðina sé hún rétt og sönn.
Vinur er það besta sem þú getur verið.
Commentaires