Flestir þekkja söguna um skjaldbökuna og hérann. Keppnin var ójöfn og fyrirfram töpuð hjá skjaldbökunni en héranum tókst að sofa yfir sig og klúðraði því sem fyrirfram átti að vera lítið mál og auðvelt.
Margir halda því fram að þeir vinni best undir pressu og fresta jafnvel litlum og einföldum verkefnunum fram á síðustu stundu.
Því miður vakna margir upp í stöðu héranns. Hann hefði betur byrjað á að klára hlaupið og lagt sig eftir sigurinn.
Ekki vera hérinn.
Comments