top of page

Reynsla er það sem þú gerir við það sem kemur fyrir.


Reynsla er það sem þú gerir við það sem kemur fyrir.
Reynsla er það sem þú gerir við það sem kemur fyrir.

Hvað gerum við þegar eitthvað fer úrskeiðis? Það fyrsta sem okkur dettur í hug og við teljum að sé það rétta. Því miður eru fyrstu vibrögð okkar alls ekki alltaf þau sem best yrði á kosið. Við gerum ekki einu sinni það sem við vitum að við eigum að gera, eða gerum jafnvel það sem við vitum að við eigum alls ekki að gera!


Mér er hugsað til þess tíma þegar ég lærði að fljúga. Stærstur hluti kennslunnar var að þjálfa okkur í viðbrögðum við neyð. Hvað ætti að gera ef eitthvað færi úrskeiðis. Og ein mikilvægasta kennslustundin var sú að treysta aldrei á tilfinningar okkar. Horfa skyldi á mælana og taka rökréttar ákvarðanir byggðar á þeim gögnum sem fyrir framan okkur blöstu. Þegar eitthvað fer úrskeiðis í háloftunum, getur nefnilega niður hæglega verið upp þó okkur finnist annað.


Skyndihjálp er af svipuðum meiði. Öll viljum við hjálpa, en fyrstu viðbrögð geta skilið milli lífs og dauða. Fáir kunna að setja manneskju í læsta hliðarlegu nema hafa prófað það.


Æfingin skapar meistarann.


8 views0 comments

Comments


bottom of page