top of page

Mistök eru merki um árangur


Mistök eru merki um árangur
Mistök eru merki um árangur

Flest óttumst við mistök. Við forðumst þau eins og heitann eldinn, eðlilega. Enginn vill gera mistök, er það?

Ég heyrði sögu af ungri stúlku sem sagði kennaranum sínum að hún ætlaði að teikna mynd af Guði. Fyrstu viðbrögð kennarans var að benda stúlkunni á að enginn vissi hvernig guð liti út. Svar stúlkunnar var hinsvegar um margt einkennandi fyrir börnin, og þá sem óttast ekki mistökin; "Jú, það munu allir sjá það eftir nokkrar mínútur!"


Dæmið með guð er líklega ekki gott, en staðreyndin er sú að við vitum ekki hvernig það óþekkta lítur út fyrr en við gerum tilraun til að gera okkur það í hugarlund. Og við getum ekki látið hugmyndir okkar raungerast ef við erum ekki tilbúin að láta á það reyna hvort hægt er að framkvæma þær. Leiðin til framfara er leið mistaka sem við erum tilbúin að læra af.


16 views0 comments

Commenti


bottom of page