top of page

Mistök eru mannleg. Fyrirgefningin ekki.


Mistök eru mannleg. Fyrirgefningin ekki.
Mistök eru mannleg. Fyrirgefningin ekki.

Við erum dugleg að segja við okkur sjálf að enginn sé fullkominn. Það er hin besta afsökun fyrir því að okkur verður reglulega á. Það er nefnilega enginn fullkominn. Rökin verða varla pottþéttari en þetta.


En einmitt vegna þess að við erum ekki fullkomin og að öllum verður okkur á, þá er mikilvægt að gleyma ekki mikilvægi fyrirgefningarinnar. Þegar okkur verður á, þá er það stundum á kostnað annarra. Við gerum eitthvað á hlut þeirra sem í kringum okkur eru, eða þeir gera eitthvað á hlut okkar, aðrir eru víst ekki fullkomnir heldur.


Verum góðviljuð í garð hvers annars og fús að fyrirgefa. Við eigum öll auðvelt með að gera mistök, en flest okkar eigum í vandræðum með að fyrirgefa. Í því þurfum við að æfa okkur og leggja okkur fram, rétt eins og við það að gera færri mistök.


13 views0 comments

Comments


bottom of page