Öll erum við umkringd mikilvægum hlutum og verkefnum. Margir komast aldrei yfir allt það sem þeim finnst fyrir þeim liggja að klára. Alltaf eitthvað nýtt og mikilvægt sem kallar á athygli okkar og krefst þess að því sé sinnt og klárað. Verkefnin eru endalaus.
Verkefnin eru auðvitað mismunandi og mis mikilvæg. En það mikilvægasta er alltaf það sem okkur tekst að gera. Gerum það sem við getum og gerum það vel. Það skiptir máli.
Á morgun segir sá lati. Ekki vera hann.
Comments