Ertu að gefast upp á lífsgæðakapphlaupinu? Líklega fer það að mestu eftir aldri. Þeir yngri eiga auðveldar með að hlaupa og eru ólíklegri til að setjast niður og velta tilganginum fyrir sér. Kannski er það merki um þroska að staldra aðeins við og velta fyrir sér á hvaða vegferð maður er, velta fyrir sér tilgangi hlutanna og hvað það er sem raunverulega veitir okkur lífsfyllingu. Hamingju.
Það var fyrir einhver jólin sem ég var spurður í hvað mig langaði og ég vissi og fann að ég hafði allt sem mig langaði í. Fjölskyldu og vini, heimili og gott samfélag. Það var vissulega fleira sem mér datt í hug sem gæti veitt mér gleði, en það þurfti engu við að bæta til að auka hjá mér hamingjuna. Það er góður staður að vera á og fyrir hann er ég þakklátur.
Comentários