Mörgum finnst ómögulegt að setja sér markmið, þau séu aðeins til þess fallin að klúðra þeim.
Ég er ekki sérstakur talsmaður þess að setja sér markmið sem ekki er hægt að ná, en á hinn boginn finnst mér enginn verða minni af því að ná ekki settu marki sé það sett of hátt.
Það er nefnilega vinnan að settu marki sem skiptir máli en ekki markið sjálft. Þó þú standist aldrei markmiðin sem þú setur þér, þá býrðu alltaf af árangrinum sem það færir þér að reyna við þau!
Haltu áfram að reyna. Settu þér ný markmið. Ekki gefast upp.
Comentários