Lífið virðist oft hrikalega ósanngjarnt. Sama hversu mikið við leggjum okkur fram, þá fáum við sjaldnast það sem við viljum. Eða svo virðist það vera að minsta kosti. Og það sem verra er þá fáum við oftast það sem við báðum ekki um. Gárungarnir kalla það lögmál Mörfís. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis.
Almenna reglan er hinsvegar ekki þessi. Þetta er hugarburður og hugarfar þess neikvæða, þeirra sem sjá glasið alltaf hálf tómt. Hinsvegar er staðreynd að við fáum ekki alltaf það sem við viljum og stundum fáum við eitthvað sem við viljum alls ekki. Þá er gott að taka því af æðruleysi til að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta, finna kjark til að breyta því sem hægt er og visku til að greina þar á milli.
Comments