top of page

Líttu mistök augum kennarans frekar en dómarans.


Líttu mistök augum kennarans frekar en dómarans.
Líttu mistök augum kennarans frekar en dómarans.

Flest okkar óttumst mistök. Ekki mistakanna vegna, heldur vegna dómsins sem fylgir. Við finnum okkur dæmd og við dæmum okkur sjálf. Misheppnuð.


En kennarinn lítur ekki þannig á málið. Mistök eru nauðsynleg. Hann væntir þeirra. Mistök eru eðlilegur hluti á þeirri vegferð sem við erum öll á. Að læra eitthvað nýtt, prófa eitthvað sem við höfum ekki gert áður, tileinka okkur nýja hluti. Enginn getur gert það án mistaka og þess vegna þurfum við kennara, til að kenna okkur og hvetja áfram.


Mistök eru ekki endalok, heldur nauðsynlegur áfangi á leiðinni til nýrra hluta. Eðlilegur hluti af vegferð til betra lífs. Dæmum ekki, kennum og hvetjum hvert annað áfram.


14 views0 comments

Comments


bottom of page