Fjöllin í lífi okkar eru mis há og erfiðleikastig göngunnar breytilegt eftir líðan og stöðu. Fyrir flesta eru fjöllin aðeins áskorun og keppni um hversu hratt eða oft tindurinn er sigraður. Þannig hafði það alltaf verið fyrir mig.
En svo verður lífið á vegi mínum og nú er það nýfundin sigurtilfinning að standa á toppi Reykjafells, 269 metra yfir sjávarmáli og njóta útsýnisins. Litlu sigrarnir skipta líka máli. Enn er langt í tindana, en þangað ætla ég aftur komast.
Ég get, ég ætla ég skal.
Comentarios