top of page

Lífið er leikur ekki vinna.


Lífið er leikur ekki vinna.
Lífið er leikur ekki vinna.

Sá tími er liðinn að lífið snúist um að standa á lendarskýlu með spjót í hönd. Að éta eða verða étinn. Lífið hefur lengi kennt okkur að fyrst þurfum við að vinna, svo þegar því er lokið getum við leikið okkur, sé einhver tími aflögu.


Og áfram þurfum við vissulega að vinna fyrir grunnþörfum okkar. Í dag eru hinsvegar auknar líkur á að sú vinna þurfi ekki að vera ánauð. Við getum unnið við eitthvað sem við höfum gaman af, gerum vel, hjálpum öðrum. Svo þurfum við að einbeita okkur meira af því að leika okkur, gera eitthvað skemmtilegt. Eitthvað sem nærir hjarta okkar og huga.


Lífið er nefnilega ekki keppni um hver eignast mest áður en hann hættir. Söfnum frekar minningum en auðæfum, lífið er miklu meiri leikur en vinna þegar við erum búin að stilla miðið á það sem raunverulega skiptir máli.


7 views0 comments

Comments


bottom of page