top of page

Lífið er fullt af draumum og drekum.


Lífið er fullt af draumum og drekum.
Lífið er fullt af draumum og drekum.

Drekarnir í lífi okkar eru þeir sem koma í veg fyrir að við náum markmiðum okkar og getum upplifað það sem okkur dreymir um. Sumir drekarnir eru krúttlegir og virðast í fyrstu hættulitlir en aðrir eru stórir, augljósir og hræðilegir. Allir halda þeir aftur af okkur til að komast þangað sem við stefnum, að upplifa það sem við þráum.


Til að svo megi verða, þurfum við kannski að gera okkur grein fyrir hverjir drekarnir í lífi okkar eru og átta okkur á að þeir fara aldrei sjálfviljugir. Við þurfum að vígbúast en um leið missa ekki sjónar á draumunum sem við eltum. Láta ekki óttann halda okkur frá draumnum sem við berum í brjósti. Hamingjuna sem býr innra með okkur.


Mögulega þurfum við að læra að temja drekana og taka þá með okkur í ferðalag draumanna. Það er allavega betra en að gera ekki tilraun til að láta draumana rætast.


35 views0 comments

תגובות


bottom of page