Okkur hættir til að gleyma að tilgangur lífsins er ekki að komast frá A til B. Hann er ekki að læra að ganga, klára skóla, ferðast, safna ellilífeyri og setjast í helgan stein. Lífið er nefnilega um margt líkara dansi en ferðalagi, þar sem tilgangurinn er ekki að komast frá einum stað til annars, heldur sá einn að njóta þess sem við erum að gera. Og ekki er verra að hafa góðan dansfélaga til að auka á gleðina, njóta öryggis og stuðnings, hvatningar og ástar.
Og ef okkur verður fótaskortur á dansgólfinu, þá stöndum við upp og reynum aftur. Höldum í gleðina og hvort annað. Stígum ný spor, skiptum kannski um lag eða takt og höldum áfram að dansa.
Comments