top of page

Lifi lífið!


Lifi lífið!
Lifi lífið!

"Dag einn mun sá tími yfir þig renna sem snara að heilsan mun við þér baki snúa. Líkt og þjófur að nóttu mun hún aftan að þér læðast, taka þig kverkataki, reka rýting í bakið á þér og svíkja þig.

Hún mun taka af þér völdin og taka til við að reyta af þér fjaðrirnar, hverja af annarri svo þú mátt þín lítils. Þú lækkar smá saman flugið, þangað til þú missir það alveg og nauðlendir í eyðimörk sem fangi í eigin líkama.

Hún mun þrengja að þér, plokka af þér virðinguna og niðurlægja þig. Hún mun ræna þig mannlegri reisn svo þú mátt þín lítils. Þú færð engu breytt, þrátt fyrir dýrmætan vina- og kærleikshug, heitar og hjartnæmar bænir. Þá verður þú að lokum dæmdur úreltur af samfélaginu."


En þar með er sagan ekki öll sögð. Eins og vinur minn Sigurbjörn Þorkelsson rekur í frábærum pistli sem hann skrifaði í júlí 2014 þegar hann tókst á við erfiðar fréttir.

 

Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Lífið er dýrmæt gjöf. Það þekkja þeir best sem hafa misst, gengið í gegnum sorgarferli. Saknað, grátið og líklega reiðst guði. Lifum lífinu lifandi, njótum þess á meðan er.


#‎ekkigefastupp #lifilífið

66 views0 comments

Comments


bottom of page