Draumar eru ekki bara fyrir þá stóru og sterku. Ef það er eitthvað sem íslenskt íþróttafólk hefur kennt okkur á undanförnum misserum, þá er það þetta. Allt er mögulegt ef við aðeins gefumst ekki upp.
Megi hvatning okkar líka vera í því fólgin að því minni, veikari eða aumari sem við erum þeim mun stærri og mikilvægari getur sigurinn orðið. Spyrjið til dæmis enskan fótboltaáhugamann hvert sé stærsta tap í sögu þjóðarinnar. Það var gegn minnstu þjóð sem þeir hafa keppt við.
Ekki stjórnast af ótta. Leyfðu hjartanu að ráða.
留言