Hálfnað er verk þá hafið er. Það er mikill sannleikur í því. Fyrsta skrefið er nefnilega yfirleitt það lang erfiðasta. Að koma sér af stað, setja sér markmið og hefjast handa. Hversu stór sem viðfangsefnin virðast, hversu hár sem tindurinn er í raun, munum við aldrei á leiðarenda komast nema taka fyrsta skrefið.
Við vitum þetta flest og þekkjum af reynslu. Þess vegna ættum við líka að vera dugleg að aðstoða fólk til að taka fyrsta skrefið og fylgja þeim svo eftir föngum á leiðinni með hvatningu og góðum hug. Hjálpumst að.
コメント