top of page

Leitum lausna frekar en sökudólga.


Leitum lausna frekar en sökudólga.
Leitum lausna frekar en sökudólga.

Adam og Eva dvöldu í aldingarðinum í upphafi tímas þar sem allt var leyfilegt nema eitt. Af öllum trjánum í garðinum máttu þau borða, nema því sem stóð í miðju hans. Þó aðeins væri ein regla í öllum heiminum, var freystingin til að brjóta hana skynseminni yfirsterkari. Sagan segir að samstundis hafi þau fundið til sektar og reynt að fela sig.


Síðar þegar Guð spyr Adam hvort hann hefði borðað af trénu svaraði Adam: "Já, ég lét freistast og fékk Evu til að smakka líka. Mér þykir þetta afar leitt og er tilbúinn að taka fulla ábyrgð á athæfinu." ...


... Nei, rendar sagði hann það ekki.


Auðvitað kenndi hann Evu um, sem hafði fengið hann inn á þetta. Þegar Eva var spurð var viðkvæðið að höggormurinn hefði tælt sig, sökin var ekki hennar. Og þannig hefur þetta verið allar götur síðan í sögu mannsins. Við kennum öðrum um og forðumst ábyrgð eins og heitan eldinn.


Öll höfum við verið í þessari stöðu og öll höfum við fundið til sektar. Við vitum betur og getum betur. Leitum heldur lausna en sökudólga.


14 views0 comments

Comments


bottom of page