top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Leitaðu þess sem þú ætlar að verða.


Leitaðu þess sem þú ætlar að verða.
Leitaðu þess sem þú ætlar að verða.

Einhverntíma snemma á lífsleiðinni fá flestir spurninguna: "Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" Þá verður svarið gjarnan einfalt, einlægt og lýsandi fyrir það sem börnum þykir eftirsóknarvert og spennandi. Það undarlega er að það er oftast tengt starfi, eins og spurt hafi verið við hvað við ætlum að vinna.


Hvers vegna er svarið ekki frekar eitthvað í átt að: "Ég ætla að verða góður og hjartahlýr" eða "mig langar að verða jákvæð og bjartsýn" eða jafnvel "ég ætla að leggja mig fram við að bæta heiminn."


Hvar sem áherslur okkar eru, er mikilvægt að hafa stefnu. Að því leiti er spurningin frábær. Hugleiðum hvert við viljum stefna og hvers vegna.


14 views0 comments

Comments


bottom of page