Meirihluti okkar erum neikvæð að eðlisfari. Okkur hættir til að sjá dökku hliðar tilverunnar, bölva myrkrinu frekar en að kveikja ljósin og líta tilveruna bjartari augum. Staðreyndin er hins vegar sú að hlutirnir fara aldrei eins illa og við getum ímyndað okkur. Það er raunverulega ekki ástæða til að vera svona bölsýnn.
Þetta virðast vera einhver varnarviðbrögð til að vera betur undir það búinn að takast á við vonbrigði. Ef við teljum ekkert gott geta gerst séum við betur í stakk búin að takast á við vonbrigðin, sem um leið verða færri. Raunveruleikinn er hins vegar sá að við erum að búa okkur undir vonbrigði sem aldrei verða.
Leggjum okkur fram við að kveikja frekar ljós en að bölva myrkrinu. Horfa á björtu hliðar mannlífsins heldur en að dvelja í og tala um skuggahliðar þess. Leitum lausna frekar en sökudólga.
Comments