Upp á ensku, er lífsgæðakapphlaupið kallað "Rat race" og vísar til nagdýra í búri á hlaupahjóli sem ekkert gerir annað en að snúast í hringi um sjálft sig. Það er döpur en um margt lýsandi mynd fyrir það sem er endalaust og án afangastaðar. Það er engin endastöð, ekkert mark og af því leiðir hið augljósa að slíkt hlaup verður aldrei unnið. Þar verður enginn sigurvegari krýndur.
En samt keppum við hvort við annað. Jafnvel þó við vitum að enginn verður sigurvegarinn, er einhver undarleg fróun í því fólgin að við komumst aðeins lengra en Jón í næsta húsi. Við keppum við okkur sjálf um að komast aðeins lengra, á okkar eigin kostnað og umhverfisins, aðeins til að komast að því að til einskis var unnið.
Það er kominn tími til að stíga af hlaupahjólinu. Hægja á og njóta þess sem þú átt.
Commentaires