Flestir kunna að meta hitann, bara ekki of mikinn. Rétt hitastig er hinsvegar stundum aðeins of heitt fyrir þær aðstæður sem við helst óskum okkur. Það er ekki of mikill hiti sem beygir járnið, heldur réttur hiti. Réttur hiti til að ná því fram sem þörf er á, svo járnið geti sinnt þeim tilgangi sem við ætlum því.
Réttur hiti er mikilvægur, ekki of kalt og ekki of heitt en stundum má vera kalt og stundum þarf að vera mjög heitt um stund að minnsta kosti. Öðru hvoru er einfaldlega nauðsynlegt að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það.
Comentarios