top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Hversu mikið þú þolir áður en þú brotnar ákvarðar ekki styrk þinn. Heldur hversu mikið þú þolir efti


Hversu mikið þú þolir áður en þú brotnar ákvarðar ekki styrk þinn. Heldur hversu mikið þú þolir efti
Hversu mikið þú þolir áður en þú brotnar ákvarðar ekki styrk þinn. Heldur hversu mikið þú þolir efti

Minni kynslóð karlmanna og þeirri sem eldri eru var kennt að það væri dyggð að gráta ekki. Við hörkuðum af okkur. Byrgðum reiðina og sársaukann inni, lokuðum dyrunum og hentum lyklinum. Það eimir enn af þessu í samfélagi okkar og kúltúr. Styrkur okkar var mældur í því hversu lengi við þoldum við, án þess að brotna.


Nú get ég ekki útilokað að þetta sé ekki ágæt leið fyrir einhverja, en almennt erum við orðin sammála um að betra er að lifa með tilfinningum okkar og gangast við vanmætti okkar frekar en að byrgja allt inni og bíða eftir að eitthvað brestur.


Það er búið að setja nýtt viðmið. Gera ráð fyrir að við föllum, en styrkur okkar er mældur í því hversu hratt við stöndum upp aftur og hversu vel okkur gengur að vinna með það sem við höfum þrátt fyrir vanmátt okkar og tilfinningar.


16 views0 comments

Comments


bottom of page