Þetta er einn af leyndardómum lífsins. Hvernig getur það gagnast mér að hjálpa öðrum?
Í ljósi þess að þessu hefur verið haldið fram allt frá biblíutíma þarf ekki að koma á óvart að málið hefur verið rannsakað nokkuð og niðurstöðurnar auðvitað margþættar. En niðurstaðan er í stuttu máli þessi: Með því að hjálpa öðrum, leggur þú ekki aðeins þitt á vogarskálarnar til að gera heiminn að betri stað, heldur hefur það jákvæð áhrif á sjálfsmynd þína, hamingju, heilsu og velferð.
Rannsóknir hafa nefnilega meðal annars sýnt fram á að þeir sem hjálpa öðrum eru líklegri til að lifa lengra og hamingjusamara lífi en aðrir. Það getur meira að segja slegið á króníska verki og lækkað blóðþrýsting. En umfram allt þá ýtir það undir jákvæða hegðun og getur veitt okkur tilgang og vellíðan.
Það er næsta óþarft að benda að lokum á það augljósa. Ef þú hjálpar öðrum er líkurnar á að þú hljótir hjálp frá öðrum líklega ekki minna en margfaldar.
Kommentare